Beðakassar
Ýmsar lausnir koma til greina þegar hæðarmismunur er á svæðum innan lóðar eða hækka þarf hluta hennar. Ávallt er hægt að hlaða veggi eða raða upp stórgrýti, en smíðaðir beðakassar eru einnig skemmtileg lausn. Þeir geta einnig verið frístandandi þegar búa á til falleg beð sem eru hærri en svæðið í kring.










































Við smíðum allar tegundir beðakassa og notum til þess gæðaefni. Við vitum nákvæmlega hvernig útfærslur koma til greina með tilliti til burðarþols þegar halda þarf aftur af jarðvegi og steypum niður staura þegar þess gerist þörf.
Löggiltur húsasmíðameistari sér um að smíða alla okkar beðakassa svo að gæði og ending sé tryggð.
Hringdu og fáðu ókeypis verðtilboð í að smíða fallega beðakassa í garðinn þinn!