Þökulagningar
Starfsmenn Sælugarða ehf. hafa mikla reynslu af nýþökulagningu stærri og smærri garða. Þegar verið er að þökuleggja svæði skiptir tvennt mestu máli, að undirvinnan sé vönduð og að notað sé gæðaefni. Við bjóðum upp á ýmsar tegundir af grasi, s.s. fótboltagras, golfvallagras, venjulegt gras fyrir utan berjalyng og holtaþökur fyrir þá sem vilja sleppa við að slá og hafa náttúrulegt útlit á garðinum sínum.






































Við leggjum mikið upp úr því að vanda alla undirvinnu, ef að illgresi er fyrir er það rótarhreinsað og svæði fínsléttað til að ná sléttri flöt, eða brekkur mótaðar með réttum halla. Við notum sérstaka blöndu af mold, sandi og hrossaskít sem að gefur bestu möguleg skilyrði fyrir grasið til að vaxa og dafna auk þess sem að bætt er við þörungamjöli ef að jarðvegurinn er næringarsnauður. Miklu skiptir svo að gætt sé að því að vökva vel næstu vikurnar eftir að nýja grasið hefur verið lagt.
Hringdu og fáðu okkur á svæðið til að gefa þér ókeypis tilboð í að fá nýtt gras á garðinn!